Leita í fréttum mbl.is

Dvergarnir sjö náðu sér ekki á flug

Guiliani, McCain og Romney héldu stöðu sinni efst á haugi frambjóðenda repúblikanaflokksins. Hinir sjö náðu ekki að vekja sérstaka athygli á sér - nema fyrir lélega frammistöðu. Guilian stóð fyrir miðju og virtist tilbúinn í hlutverkið. Hann gat nú líka komið frá sér afstöðu sinnar til fóstureyðingar: að hann sé á móti fóstureyðingum en ríkið ætti ekki að skipta sér af slíkum ákvörðunum. Þessi afstaða hans hljómar vel - en fellur illa að íhaldssömum repúblikunum sem sjá fóstureyðingar bara sem morð. Romney stóð sig vel - líka þegar hann þurfti að verja trú sína sem Mormóni. Hann mun þó þurfa mun meira til þess að ná Guiliani. McCain náði að mestu leyti að halda í við hina tvo. Hann stendur þó frammi fyrir því vandamáli að meirihluti repúblikana er ósammála honum í nær öllu - allt frá afstöðu sinni til stríðsins í Írak til innflytjendamála og hann virðist of oft sammála George W. Bush.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Brynjólfsson
Tómas Brynjólfsson
Stjórnmála- og hagfræðingur skrifar um forkjör fyrir bandarísku forsetakosningarnar frá Kaliforníu.

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband