Leita í fréttum mbl.is

Ólöglegir innflytjendur og mögulegar verðhækkanir á burrítós

Kappræður forsetaframbjóðenda repúblikana á CNN á þriðjudagskvöld munu vafalítið beinast að innflytjendamálum - á sama hátt og Íraksmálið varð eina áhugaverða umræðuefni demókratanna á sunnudag. Frambjóðendurnir munu sér í lagi takast á um lagafrumvarp sem John McCain er einn flutningsmanna að, George W. Bush styður og aðrir frambjóðendur repúblikana eru á andvígir - aðallega vegna þess að frumvarpið veitir að þeirra mati ólöglegum innflytjendum almenna sakauppgjöf - og er stórhættulegt öryggi Bandaríkjanna, bandarísks almennings (og ekki síst bandarískri menningu). Frambjóðendurnir vilja þó ekki heldur marsera þessum tólf milljónum upp í rútu suður á bóginn - enda hefði það óhugsandi áhrif á bandaríska hagkerfið, ekki síst hér í Kaliforníu. 

Mitt Romney hefur nýtt innflytjendamálið til þess að sækja hart að McCain og styrkja stöðu sína meðal íhaldsmanna - sem sjá hann sem hugsanlega skásta kostinn (sem nú stendur til boða), þótt hann hafi áður verið fylgjandi fóstureyðingum, kunni ekki á byssur, hafi skipt um skoðanir á öllum hugsanlegum málum og sé Mormóni.

Bandarískir kjósendur virðast þó vera jafnóvissir um skoðanir sínar á innflytjendamálum og flestir frambjóðendurnir. Samkvæmt nýlegri könnum styðja yfir 60% repúblikana frumvarp McCains (og Kennedys) en yfir 50% kjósenda segja að stuðningur frambjóðenda við frumvarpið dragi úr líkum á að þeir veiti frambjóðendunum stuðning. Fæstir vilja líka borga garðyrkjumönnunum, byggingaverkamönnunum og fóstrunum meira - hvað þá að borga tveimur dollurum meira fyrir burrito. 

Á meðan Guilian, McCain og Romney ráðast gegn hver öðrum á CNN mun Fred Thompson sitja hjá  - og fá tækifæri til þess að ræða frammistöðu (hugsanlegra) andstæðinga sinna á Fox News, helgasta vígi bandarískra íhaldsmanna, strax að loknum kappræðunum.        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Brynjólfsson
Tómas Brynjólfsson
Stjórnmála- og hagfræðingur skrifar um forkjör fyrir bandarísku forsetakosningarnar frá Kaliforníu.

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband