Leita í fréttum mbl.is

Demókratar takast á um Írak

Írak virðist vera eina málið sem fær forsetaframbjóðendur demókrata til þess að ræða af raunverulegum áhuga og innlifun - a.m.k ef dæma má af sjónvarpskappræðum átt frambjóðenda á CNN á sunnudagskvöld.

John Edwards skammaði Hillary Clinton og Barak Obama fyrir að hafa ekki beitt sér gegn áframhaldandi fjárveitingum til stríðsins í Írak í sjónvarpskappræðum í New Hampshire á sunnudag. Edwards sagði að þrátt fyrir að öldungadeildardeildarþingmennirnir hefðu greitt atkvæði gegn aukafjárveitingum til stríðsrekstursins þá hefðu þeir ekki reynt að leiða þingflokkinn í sömu hátt - og væru því ekki raunverulegir leiðtogar. En það væri hann svo sannarlega sjálfur. Edwards nýtti kappræðurnar vel til þess að reyna að sýna fram á að hann væri sterkur frambjóðandi sem gæti vel staðið jafnfætis við Clinton og Obama, sem enn leiða flestar skoðanakannanir, þó að hann sé þeim enn nokkuð að baki í skoðanakönnunum.

Hillary lagði áherslu á að munurinn á frambjóðendum demókrata varðandi stríðið í Írak væri ekki mikill - og að stríðið væri fyrst og fremst vandamál George W. Bush. Hún virðist reyna eftir fremstu getu að beina athyglinni frá því að hún samþykkti heimild til stríðsrekstursins gegn Írak.

Joe Biden, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar, var eini frambjóðandinn fyrir utan Hillary Clinton, Barak Obama og John Edwards, sem náði að vekja sérstaka athygli á sér. Biden náði að útskýra vel af hverju hann kaus með aukafjárveitingunni til stríðsins í Írak -sem er viðkvæmt mál fyrir demókrata- , virtist hafa mjög góða þekkingu á málefninu og leit forsetalega út. Það er því hugsanlegt að Biden nái að brjótast upp fyrir 5%, sem gæti verið hjálpað honum að tryggja sér aukinn fjárstuðning fyrir kosningabaráttuna, þó að kappræður leiði seint til grundvallarbreytinga á stöðu frambjóðenda - nema að þeir fremji pólitískt sjálfsmorð, sem engin gerði að þessu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hafði frekar gert ráð fyrir því að Joe Bi(n-La)den mynd lýsa yfir pólitísku Jihad en að fremja pólitískt hara-kiri.

Da-mixa (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Brynjólfsson
Tómas Brynjólfsson
Stjórnmála- og hagfræðingur skrifar um forkjör fyrir bandarísku forsetakosningarnar frá Kaliforníu.

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband