Leita í fréttum mbl.is

Mitt Romney með mikinn stuðning í mikilvægum fylkjum

Þrátt fyrir að Guiliani sé enn með forystu þá hefur Mitt Romney aukið verulega við fylgi sitt í mikilvægum fylkjum á borð við Iowa og New Hampshire, sem verða fyrstu fylkin til þess að kjósa í forkosningunum. Þar hefur hann jafnvel mælst með mestan stuðning allra frambjóðenda. Fred Thompson mun vafalítið hrista upp í hópnum, þar sem hann hefur oft mælst með yfir 10% stuðning án þess að vera í formlega í framboði og yfir 60% repúblikana eru ósáttir við þá frambjóðendur sem þeim standa til boða.

Á hinum endanum munu demókratar takast á sjónvarpskappræðum á sunnudagskvöld í New Hampshire. Þar gefst minni spámönnum tækifæri til þess að vekja athygli á sér, Obama að endurvekja kraftinn í baráttunni og Hillary að styrkja forskotið. Verst að fæstir Bandaríkjamenn hafa áhuga á kappræðunum, ennþá færri munu horfa á þær og þær munu hafa áhrif á enn færri - nema að einhver klúðri sínum málum algjörlega. Svo eru það repúblikanarnir á þriðjudag.


mbl.is Giuliani og Clinton enn með forustu; Thompson gæti aukið fylgið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Brynjólfsson
Tómas Brynjólfsson
Stjórnmála- og hagfræðingur skrifar um forkjör fyrir bandarísku forsetakosningarnar frá Kaliforníu.

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband