Leita í fréttum mbl.is

Obama og Romney vilja fjölmennari her

Írak er grundvallarmál í kosningabaráttunni - og þróun átakanna þar á næstu mánuðum mun hafa mikil áhrif á úrslit kosninganna í nóvember á næsta ári. Það er því ekki að ósekju sem fá önnur utanríkismál virðist geta komist undan skuggans sem Íraksstríðið varpar á kosningabaráttuna.

Tveir nýgræðingar í utanríkismálum, Barak Obama og Mitt Romney, fengu þó tækifæri til þess að útlista drög að utanríkisstefnum sínum í sumarhefti Foreign Affairs (www.foreignaffairs.org) - og fleiri munu síðan fylgja í kjölfarið.

Frambjóðendurnir leggja báðir höfuðáherslu á að útlista stefnur sínar varðandi Írak. Obama vill kalla alla hermenn í bardaghlutverkum heim fyrir lok mars 2008 en Romney vill leyfa stefnu núverndi bandaríkjaforseta að njóta vafans. Báðir hafa lýst þessum afstöðum sínum áður.

Það er þó ekki aðeins varðandi Írak sem frambjóðendurnir virðast ósammála. Obama leggur höfuðáherslu á hættuna af gróðurhúsaáhrifunum og að Bandaríkin beiti sér fyrir friði fyrir botni Miðjarðarhafs - og tryggja þurfi öryggi Ísraels í því ferli Obama gleymdi reyndar að tilgreina Ísrael sem náið náið bandalagsríki Bandaríkjanna í nýlegum sjónvarpskappræðum - sem kom sér mjög illa þar sem gyðingar eru mjög áhrifamiklir í lykilríkjum fyrir demókrata.
Romeny leggur hins vegar höfuðáherslu á stríðið gegn alþjóðlegum hryðjuverkum - þ.e. öfgafullu íslam - og að Bandaríkin verði að gera allt til þess að verða óháð erlendum olíuframleiðendum.

Frambjóðendurnir eru þó ekki ósammála um allt og vilja báðir að Bandaríkin viðhaldi leiðtogahlutverki sínu á alþjóðavettvangi. Þeir vilja báðir styrkja herinn, berjast með öllum tiltækum ráðum gegn alþjóðlegum hryðjuverkum og stöðva útbreiðslu kjarnorkuvopna - þar með íhuga beitingu hervalds gegn Íran. Obama og Romney gagnrýna báðir nýtt mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fyrir að samþykkja níu ályktanir gegn Ísrael en minnast ekki einu orði á ástandið í Súdan. Þeir vilja þó báðir að Bandaríkin takist á við alþjóðlegar ógnir í samstarfi við önnur ríki - þó að Romney sjái slíkt samstarf fyrir sér á þrengri og herskárri hátt en Obama.

Grein Obama er herskárri en búast hefði mátt við af fyrri ræðum frambjóðandans - þótt hann minnist líka á "mýkri utanríkismál" á borð við útbreiðslu AIDS, loftslagsmál og fátækt. Með harðari áherslum vill Obama sýna fram á að hann sé hæfur til þess að verða forseti ríkis sem telur sig í stríði á fjölda vígvalla - að hann geti tekið erfiðar ákvarðanir þrátt fyrir reynsluleysi sitt á alþjóðavettvangi. Auk þess stendur hann - líkt og aðrir frambjóðendur Demókrata - frammi fyrir því erfiða verkefni að breyta þeirri skoðun bandarískra kjósenda um að demókratar geti ekki tryggt öryggi Bandaríkjanna. Því eins mikið og bandarískir kjósendur eru andsnúnir stríðinu í Írak þá hafa minningar um árásirnar árið 2001 ennþá mikil áhrif á afstöðu þeirra til utanríkismála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Brynjólfsson
Tómas Brynjólfsson
Stjórnmála- og hagfræðingur skrifar um forkjör fyrir bandarísku forsetakosningarnar frá Kaliforníu.

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband