Leita í fréttum mbl.is

Gæti frú Thompson orðið til vandræða?

Andstæðingar Fred Thompson hafa fundið á honum veikan blett - og þá er ekki endilega verið að tala um stutta setu hans í öldungadeildinni þar sem hann skaraði á engan hátt fram úr, eða lítinn áhuga hans á stjórnmálum og kosningabaráttum (þar sem hann vakti aðallega athygli fyrir að keyra um á rauðum pallbíl). Hið raunverulega vandamál Thompsons - samkvæmt pólitískum bloggsíðum Jeri Khen, eiginkona Fred Thompsonhérna vestanhafs- virðist mun frekar vera eiginkona hans (Jeri Khen) - sem er hans önnur og ekki aðeins 25 árum yngri en Thompson heldur líka ljóshærð og mun huggulegri en hann. Virðist þá litlu skipta að konan er vel menntuð, hefur starfað fyrir virt ráðgjafafyrirtæki í Washington og þau kynntust mörgum árum eftir að fyrra hjónabandi Thompson lauk. Thompson virðist því ekki vera jafnsannfærður íhaldsmaður og atkvæðagreiðslur hans í öldungadeildinni frá 1995 til 2003 gefa til kynna. En þrátt fyrir að Thompson sé tvígiftur (sem fer illa í félagslega íhaldssama repúblikana) þá mun einkalíf hans þó varla verða honum að falli - jafnvel þrátt fyrir að dóttir hans hafi dáið af of stórum lyfjaskammti árið 2002. Það er ekki síst þar sem aðrir helstu frambjóðendur repúblikana eru síst betur staddir: Rudy Guiliani er þrígiftur, hefur játað á sig framhjáhald og sambandi hans við son sinn hefur lengi verið erfitt (svo eitt og annað sé tiltekið). John McCain er tvígiftur og var að öllum líkindum ekki fullkomlega trúr fyrri konu sinni. Mitt Romney er eini þeirra sem er ekki tvígiftur. Hann hefur hins vegar fram að þessu stutt sambúð samkynheygðra, rétt kvenna til fóstureyðinga og kann ekki á byssur - sem gerir hann svo sannarlega ekki vinsælan meðal íhaldsmanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Brynjólfsson
Tómas Brynjólfsson
Stjórnmála- og hagfræðingur skrifar um forkjör fyrir bandarísku forsetakosningarnar frá Kaliforníu.

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband