Leita í fréttum mbl.is

Thompson alveg örugglega kannski með

Leikarinn og fyrrverandi öldungadeildarmaðurinn Fred Thompsons frá Tennessee hefur lýst því yfir að hann ætli að skipa nefnd á mánudaginn sem á að kanna hvort hann eigi möguleiki á að verða næsti forsetaframbjóðandi repúblikana.

Yfir 60% repúblikana segjast óánægðir með núverandi frambjóðendur. Guiliani er ekki nógu íhaldssamur í samfélagsmálum, Romney hefur skipt um skoðun á byssum, fóstureyðingu og öllu þar á milli á síðustu tveimur árum og McCain virðist hálfskrítinn og elliær og studdi fjölgun hermanna í Írak. Thompson hefur áður verið einn helsti stuðningsmaður McCain - enda eru þeir gamlir vinir.

Thompson virðist því stíga ferskur fram á sviðið sem frambjóðandinn sem allir geta sætt sig við. Hann virðist vera sannfærður íhaldsmaður í anda Ronald Reagans (það er a.m.k. það sem stuðningsmenn hans segja) og hann þekkist í sjón eftir áratugaleik í sjónvarpi og bíómyndum - þó að Thompson verði seint kallaður sjarmör í anda Reagans. Auk þess er Thompson suðurríkjamaður, þar sem hjarta repúblikanaflokksins liggur. Thompson virðist því eiga möguleika á að taka kjósendur frá öllum núverandi frambjóðendum og sækja djúpt í raðir óákveðinna kjósenda. Thompson nýtur nú þegar yfir 10% stuðnings í skoðanakönnunum án þess að vera formlega í framboði.

Á hinn bóginn stígur Thompsons mjög varlega til jarðar. Það getur vakið spurningar um raunverulegan áhuga hans á framboðinu - og hver dagur sem líður fram að formlegri tilkynningu um framboð er dagur sem Thompson gæti verið að safna af krafti þeim 50-100 milljónum dollara sem hann þarf til þess að vera raunverulegur frambjóðandi.

Alveg öruggt hugsanlegt framboð Thompson hefur nú þegar vakið mikil viðbrögð annarra frambjóðenda sem allir óttast áhrif hans - því þó að hann sigli ekki sjálfkrafa til sigurs þá getur hann breytt baráttunni verulega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tómas Brynjólfsson
Tómas Brynjólfsson
Stjórnmála- og hagfræðingur skrifar um forkjör fyrir bandarísku forsetakosningarnar frá Kaliforníu.

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband